Landvinningar í Kína 27. ágúst 2008 00:01 Óskar Jónsson Fréttablaðið/Arnþór Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árnason að verkefninu sem fjárfestir og fyrir rúmu ári bættist fjárfestingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður-Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu," segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhongshan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinnsóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavinur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunarverkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleiðum við alla innsóla í dömuskó frá Ecco." Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildarframleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í framtíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslugetan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag." Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensínverðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni framleiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaupsýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi." Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árnason að verkefninu sem fjárfestir og fyrir rúmu ári bættist fjárfestingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður-Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu," segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhongshan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinnsóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavinur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunarverkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleiðum við alla innsóla í dömuskó frá Ecco." Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildarframleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í framtíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslugetan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag." Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensínverðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni framleiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaupsýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi."
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira