Menning

Leikstýrir ekki aftur í Mexíkó

Guillermo del Toro, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum Alejandro Inárritu og Alfonso Cuarón.
Guillermo del Toro, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum Alejandro Inárritu og Alfonso Cuarón.

Guillermo del Toro segir það ólíklegt að hann kvikmyndi á nýjan leik í heimalandi sínu Mexíkó. Ástæðan er öryggisleysi eftir að föður hans var rænt þar í landi fyrir tíu árum. Honum var á endanum sleppt en fjölskylda leikstjórans segir að henni hafi borist dauðahótanir eftir atvikið. Del Toro, sem er þekktastur fyrir Hellboy-myndirnar og Pan"s Labyrinth, finnur fyrir óöryggi sem leikstjóri í landinu vegna þess að hans daglega rútína fer fram fyrir opnum tjöldum.

„Ekki allir þeir sem tóku þátt í mannráninu voru handteknir," sagði del Toro, sem leiðist mjög að geta ekki starfað í heimalandinu. Um þessari mundir býr hann í Nýja Sjálandi þar sem tökur á Hobbitanum hefjast á næstunni.

Einna flest mannrán í heiminum eiga sér stað í Mexíkó, eða 72 á mánuði að meðaltali. Eitthvað hefur þó dregið úr þeim síðan í ágúst eftir að stjórnvöld ákváðu að taka betur á þessu alvarlega vandamáli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.