Erlent

Við munum verja Rússa hvar sem er

Óli Tynes skrifar
Vladimir Putin vísar Medvedev veginn.
Vladimir Putin vísar Medvedev veginn.

Dmitry Medvedev forseti Rússlands sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni að það væri eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda að verja líf og virðingu þegna sinna hvar sem væri í heiminum.

Á því myndi utanríkisstefna landsins grundvallast.

Með þessu virðist Medvedev vera að taka ábyrgð á öllum Rússum allsstaðar. Og telja sig hafa rétt til þess að vernda þá eins og hann taldi sig vera að gera í Suður-Ossetíu.

Líklegt er að það fari hrollur um einhverja við þessa yfirlýsingu. Það eru milljónir manna af rússneskum uppruna í löndum eins og Úkraínu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Georgíu og víðar.

Ólíklegt er að þau kæri sig um að fá rússneskar „björgunarsveitir" innfyrir sín landamæri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×