Viðskipti innlent

Exista leiðir lækkanalestina

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,3 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Gengi bréfa í fjármálaþjónustufélaginu rauk upp í byrjun mánaðar en tók að gefa eftir í síðustu viku.

Þá hefur gengi bréfa í Atorku lækkað um tæp 1,5 prósent. Félagið skilaði inn uppgjöri sínu eftir lokun markaða í gær og tapaði tveimur milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi.

Þá hefur gengi bréfa í Glitni lækkað um 0,97 prósent, Bakkavör farið niður um 0,73 prósent, bréf Landsbankans niður um 0,63 prósent, Kaupþingi um tæp 0,6 prósent, Icelandair um 0,25 prósent, Eimskipafélagið um 0,14 prósent og bréf Straums hafa lækkað um 0,11 prósent.

Ekkert félag hefur hækkað á sama tíma.  

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,73 prósent og stendur hún í 4.226 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×