Erlent

S-Afríka setur upp flóttamannabúðir

Óli Tynes skrifar
Úr öskunni í eldinn.
Úr öskunni í eldinn. MYND/AP

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að setja upp flóttamannabúðir fyrir tugþúsundir innflytjenda sem hafa orðið fyrir hrottalegum árásum innfæddra undanfarna daga.

Að minnsta kosti 56 hafa verið drepnir og yfir 100 þúsund hraktir á flótta þegar óður múgur hefur ráðist inn í hverfi þeirra vopnaður sveðjum og bareflum.

Árásirnar hafa einkum verið gerðar í fátækrahverfum Jóhannesarborgar og Höfðaborgar. Innflytjendur í Suður-Afríku eru um fimm milljónir talsins, mismunandi löglegir.

Yfir sextíu prósent þeirra er fólk sem hefur flúið efnahags- og stjórnmálaástandið í Zimbabwe. Íbúar í Suður-Afríku eru um 50 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×