Viðskipti innlent

Glitnir segir verðbólguna lækka í september

Greiningardeild Glitnis spáir því að verðbólga fari í 14,8 prósent í þessum mánuði en taki að lækka í næsta mánuði.
Greiningardeild Glitnis spáir því að verðbólga fari í 14,8 prósent í þessum mánuði en taki að lækka í næsta mánuði.

Vísitala neysluverð hækkar um 1,1 prósent á milli mánaða í þessum mánuði og mælast 14,8 prósent, samkvæmt nýjust verðbólguspá greiningardeildar Glitnis. Deildin segir verðbólgu ná hámarki þá og draga úr henni í september. Reiknað er með því að mánaðarverðbólgan í október verði tiltölulega lítil.

Glitnir segir helstu ástæðuna fyrir því að verðbólgan hafi tekið við sér hafi verið gengislækkun krónunnar fyrr í sumar auk þess sem verð á húsnæði hafi lækkað minna yfir sumartímann en gert hafi verið ráð fyrir. „Á móti vegur að eldsneytisverð á heimsmarkaði hefur lækkað á nýjan leik og er það helsta ástæða þess að verðbólga á þriðja ársfjórðungi verður ekki eins mikil og útlit var fyrir á tímabili. Áhrifa vegna sumarútsölu mun gæta bæði í ágúst og september og verða áhrifin öllu þyngri í ágúst. Líklegt er að verðhækkunar á fötum og skóm muni gæta fram í október samhliða því sem haust og vetrarfatnaður kemur í verslanir," segir greiningardeildin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×