Viðskipti innlent

Glitnir féll um 70 prósent - Úrvalsvísitalan hrynur

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Gengi hlutabréfa í Glitni féll um 69,43 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og dró Úrvalsvísitöluna niður um 12,6 prósent. Upphafsgengi bréfa í bankanum eftir ein viðskipti nemur 4,8 krónum á hlut. Á föstudag endaði það í 15,7 krónum. Á sama tíma féll gengi bréfa í Eik banka um 3,98 prósent, Existu um 1,53 prósent, Bakkavarar um 1,35 prósent og Eimskipafélagsins um 1,22 prósent. Atorka, Össur og Kaupþing lækkaði um 0,14 prósent. Þá hækkað gengi bréfa í Straumi um 1,86 prósent, Landsbankans um 0,7 prósent, Færeyjabanka um 0,6 prósent og Alfesca um 0,16 prósent. Úrvalsvísitalan féll um 12,6 prósent í byrjun dags og stendur nú í 3.557 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×