Viðskipti erlent

Hráolíuverðið féll í dag

Dælt á bílinn. Líkur er að aðstæður í efnahagslífinu vestanhafs muni leiða til þess að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum á árinu.
Dælt á bílinn. Líkur er að aðstæður í efnahagslífinu vestanhafs muni leiða til þess að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum á árinu.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tíu dali á tunnu í kjölfar ummæla Bens Bernanke, seðlabankastjóra, að útlit sé fyrir að einkaneysla muni dragast saman á árinu. Þá helst verðlækkunin í hendur við lækkun á gengi hlutabréfa en fjárfestar seldu mikið magn bréfa vegna fregna um slæma fjárhagsburði fjármálafyrirtækja.

Dragist einkaneysla saman má reikna með að ökumenn leggi bílum sínum fremur en að kaupa bensíndropann dýrum dómi.

Um miðjan dag í Bandaríkjunum stóð olíuverðið undir 136 dölum. Verðið sveiflaðist mjög, að sögn fréttastofu Associated Press. Áður hafði það legið við 146,7 dali á tunnu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×