Viðskipti innlent

Marel Food Systems toppaði daginn

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði mest í Kauphöllinni í dag, eða um 5,09 prósent. Á eftir kom Össur, sem hækkaði um 3,81 prósent, og Icelandair Group, en gengi bréfa í félaginu fór upp um 0,75 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Atorku Group um 10,71 prósent, Bakkavör um 4,8 prósent og Eimskipafélagsins um 0,75 prósent. Gengi bréfa í Bakkavör endaði í 3,9 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,72 prósent og endaði í 658 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×