Viðskipti innlent

Century Aluminum fellur um 15,5 prósent

Úr álveri Century Aluminum á Grundartanga.
Úr álveri Century Aluminum á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum féll um 15,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið tilkynnti í dag að það ætli að greiða stærsta hluthafa sínum, álrisanum Glencore, jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna til að losna undan framvirkum samningum á áli. Þá ætlar félagið að gefa út nýtt hlutafé til að mæta kostnaðinum. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 18,7 prósent frá áramótum og er það mesta hækkun ársins. Aðeins bréf Alfesca hefur hækkað á sama tíma, eða um 1,3 prósent.

Að öðru leyti var dagurinn eldrauður í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa í Existu féll um 3,37 prósent og í hinum færeyska Eik banka um 3,19 prósent. Þá féllu Bakkavör, Kaupþing og Færeyjabanki um rúm tvö prósent.

Einungis gengi bréfa í Icelandair og Marel hækkaði í dag. Gengi bréf í Icelandair hækkaði um 0,3 prósent og Marel um 0,11 prósent.

Úrvalsvísitalan féll um 2,01 prósent og stendur vísitalan í 4.239 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í júlí árið 2005.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×