Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hækkar lítillega

Fréttablaðið/Valli

Þrátt fyrir afar lítil viðskipti í Kauphöllinni í dag hækkar úrvalsvísitalan um 0,20 prósent. Stendur hún nú í 4168 stigum.

Bakkavör hækkaði um 1,19 prósent, Kaupþing um 0,7 prósent og Straumur um 0,54 prósent.

Hinn færeyski Eik banki lækkaði um 4,7 prósent. Lækkunina má líklega rekja til þess að uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung var undir væntingum greiningaraðila en bankinn kynnti uppgjör sitt í morgun.

SPRON lækkaði um 3,23 prósent og Teymi um 3,13 prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×