Viðskipti erlent

Verðbólga í Zimbabve við 165 þúsund prósentin

Robert Mugabe, forseti Zimbabve.
Robert Mugabe, forseti Zimbabve.

Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve stóð rétt við 165 þúsund prósent í febrúar, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Þetta er langmesta verðbólgan á jarðkringlunni.

Mikill skortur á matvælum og eldsneyti hefur keyrt verðbólguna í Afríkuríkinu upp með miklum krafti, að sögn breska ríkisútvarpsins. Útvarpið bætir því við að erfitt sé að gera nákvæma grein fyrir ástandinu söku almenns skorts á nauðsynjavörum.

Mikil fátækt er í Zimbabve og er um 80 prósent landsmanna undir fátæktarmörkum. Þá er reiknað með að um þrjár milljónir manna hafi flúið yfir til Suður-Afríku vegna stöðu efnahagsmála, sem er vægast sagt bágborið.

Seðlabanki Zimbabve hefur reynt að draga úr verðbólgu með nýrri peningaútgáfu og hefur m.a. sett í umferð tíu milljón dala seðla, svo fátt eitt sé nefnt. Það hefur lítinn árangur borið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×