Ari Edwald, forstjóri 365 miðla: Skelfilegt ár 31. desember 2008 00:01 Ari Edwald. Á þessum sama stað fyrir ári síðan fannst mér viðburðaríkt ár vera að baki. En hafi maður gefið árinu 2007 þá einkunn, er erfitt að finna nægilega sterk orð til að lýsa seinni hluta þess árs sem nú er að kveðja. Engan gat órað fyrir því hruni sem framundan var, þar sem allt virðist hafa lagst á eitt til að gera niðurstöðuna eins slæma fyrir Ísland og verst gat orðið. Orsakir þessa ástands eru alþjóðlegri og víðtækari en oft er haldið á lofti í umræðum hér, þótt áhrifin hafi komið skjótar fram en víða. Tugir banka hafa þegar orðið kreppunni að bráð, austan hafs og vestan, en vandamálin eiga eftir að verða dýpri á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Til dæmis í bílaiðnaði hafa amerísku risarnir verið mest í sviðsljósinu fram að þessu, en reikna má með að sambærilegar hörmungar eigi eftir að vitja Evrópu á því sviði. Hjá okkur Íslendingum hefur margt hefur lagst á eitt. Jónas Haralz bendir á að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án innviða Evrópusambandsins hafi boðið heim hættu á misgengi. Snýr það fyrst og fremst að stærð íslenska bankakerfisins, sem nýtti sér tækifæri til vaxtar, með Ísland sem heimahöfn. Ástandið magnast svo frekar með fyrirhyggjuleysi um gjaldmiðlasamstarf og gjaldeyrisforða og með hávaxtastefnu sem yfirverðsetti íslensku krónuna og íslenskar eignir og ýtti undir erlenda skuldsetningu, innflutning og glannaleg kaup erlendra eigna. Við Íslendingar vöknuðum upp við þann vonda draum að hafa búið við kolrangt mat á kaupmætti okkar og lífskjörum í samanburði við aðrar þjóðir. Ekki er skynsamlegt að dvelja um of við þau mistök sem gerð hafa verið, en það verður strax að hætta að endurtaka sömu mistökin. Flestum er að verða ljóst að aðild að Evrópusambandinu, ef viðunandi samningar nást, getur lagt grundvöll að varanlegri endurreisn Íslands, m.a. í peningamálum og varðandi orðspor og umsvif íslendinga á alþjóðavettvangi. Þessi vegferð mun væntanlega hefjast fyrir alvöru á vormánuðum, ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemst að jákvæðri niðurstöðu um aðildarviðræður. Ef það verður ekki sé ég a.m.k. fyrir mér grýttari og lengri leið upp úr þeirri holu sem Ísland er komið í. Óháð niðurstöðu í Evrópumálum tel ég samt sem áður að sá bráðavandi sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir þoli enga bið og úrlausn hans geti alls ekki beðið eftir umræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ég óttast að ráðamenn geri sér ekki grein fyrir því að við erum hársbreidd frá því að missa stóran hluta íslensks atvinnulífs í gjaldþrot. Keðjuverkandi vanskil og peningaþurrð eru alls staðar sjáanleg. Ef það ástand fær að grafa um sig á næstu vikum verða því miður ekki 10.000 Íslendingar án atvinnu, heldur miklu fleiri. Nýir bankar munu heldur ekki verða mikils virði ef viðskiptavinir (skuldarar) þeirra verða gjaldþrota að stórum hluta. Skilvirkasta ráðið til að afstýra þessu hruni í íslensku atvinnulífi og samfélagi, sem gæti orðið enn alvarlegra en það sem við höfum þegar séð, er að lækka vexti strax um meira en 10 prósent og gera ráðstafanir til að auka peningamagn í umferð. Rangar áherslur í vaxtamálum hafa þegar aukið meira en nóg við margþættan vanda hér og öllum má vera ljóst að íslenskt vaxtastig gerir ekkert í dag til að styðja við gengi krónunnar og kyndir undir verðbólgunni frekar en hitt. Stjórnmálaforystan verður að setja endurreisn efnahagslífsins í algeran forgang. Hættan er að ráðherrar séu of uppteknir við embættisleg viðfangsefni eins og rekstur stofnana og áhyggjur af niðurskurði, frekar en að huga jafnframt að efnahagslífinu í heild. Þar þarf að skapa þann jarðveg að fólk sem á fé, og það er enn víða að finna, fjárfesti í uppbyggingu og tækifærum. Einungis þannig vinnum við okkur út úr vandanum og með þeirri hefðbundnu aðferð að finna leiðir til að gera hlutina betur en áður, með ódýrari og skilvirkari hætti. Nýtt hugarfar er nauðsynlegt. Rétt eins og sjálfshjálparnámskeiðin kenna, þá verða neikvæðni og úrtölur seint veganesti til uppbyggingar, það á jafnt við um heil þjóðfélög eins og fyrir einstaklinga. Að sjálfsögðu verður aðdragandi falls bankanna skoðaður gaumgæfilega og gjörningar í kringum það, en þar verðum við að treysta faglegum aðilum sem fara með ábyrgð og vald í þeim efnum. Íslendingar hafa slæma reynslu af því að þjóðfélagið missi sig í móðursýki sem krefst þess að fólk sé „tekið af lífi“ á grundvelli slúðurs, upphrópana og ýkjusagna, en án dóms og laga. Nægir að nefna Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið í því sambandi. Stóru hneykslin í þeim málum þegar upp er staðið, er hve margir báru margt á saklausa, með hræðilegum og óbætanlegum afleiðingum. Í nýlegri bók um Hafskipsmálið vitna fjölmiðlamenn um hvernig þeir voru misnotaðir með skipulögðum leka frá ýmsum, sem gátu þannig stýrt því að hverjum hasarinn beindist hverju sinni. Margir þeirra sem hæst létu þá eru enn á ferðinni í fjölmiðlum og stjórnmálum og virðast sumir lítið hafa lært. Fjölmiðlar rannsaka sjaldnast hvernig upphrópanir voru tilkomnar sem reyndust innistæðulausar og missa áhugann á „hneyksli“ sem gufar upp. Enginn virðist nokkru sinni þurfa að bera neina ábyrgð á ósönnum ásökunum. Sumir lýðskrumaranna nú hafa meira að segja gengið svo langt að vara ákveðna einstaklinga við að láta sjá sig á götum úti! Er þá ekki farið að styttast í kröfu um að slíkt fólk sé látið bera sérstök merki til aðgreiningar? Ég trúi því ekki að það sé stór hópur sem vill í alvöru missa Ísland inn á þessar brautir. Hvernig getur lögreglan leyft sér að taka grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu sprelli? Ég vil þrátt fyrir allt vera bjartsýnn á að þær hörmungar sem nú ganga yfir okkur geti tekið fljótt af, það kennir reynslan ef rétt er á málum haldið. Við þurfum strax að hefjast handa. Ég vil óska öllum gleðilegs árs og friðar. Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Á þessum sama stað fyrir ári síðan fannst mér viðburðaríkt ár vera að baki. En hafi maður gefið árinu 2007 þá einkunn, er erfitt að finna nægilega sterk orð til að lýsa seinni hluta þess árs sem nú er að kveðja. Engan gat órað fyrir því hruni sem framundan var, þar sem allt virðist hafa lagst á eitt til að gera niðurstöðuna eins slæma fyrir Ísland og verst gat orðið. Orsakir þessa ástands eru alþjóðlegri og víðtækari en oft er haldið á lofti í umræðum hér, þótt áhrifin hafi komið skjótar fram en víða. Tugir banka hafa þegar orðið kreppunni að bráð, austan hafs og vestan, en vandamálin eiga eftir að verða dýpri á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Til dæmis í bílaiðnaði hafa amerísku risarnir verið mest í sviðsljósinu fram að þessu, en reikna má með að sambærilegar hörmungar eigi eftir að vitja Evrópu á því sviði. Hjá okkur Íslendingum hefur margt hefur lagst á eitt. Jónas Haralz bendir á að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án innviða Evrópusambandsins hafi boðið heim hættu á misgengi. Snýr það fyrst og fremst að stærð íslenska bankakerfisins, sem nýtti sér tækifæri til vaxtar, með Ísland sem heimahöfn. Ástandið magnast svo frekar með fyrirhyggjuleysi um gjaldmiðlasamstarf og gjaldeyrisforða og með hávaxtastefnu sem yfirverðsetti íslensku krónuna og íslenskar eignir og ýtti undir erlenda skuldsetningu, innflutning og glannaleg kaup erlendra eigna. Við Íslendingar vöknuðum upp við þann vonda draum að hafa búið við kolrangt mat á kaupmætti okkar og lífskjörum í samanburði við aðrar þjóðir. Ekki er skynsamlegt að dvelja um of við þau mistök sem gerð hafa verið, en það verður strax að hætta að endurtaka sömu mistökin. Flestum er að verða ljóst að aðild að Evrópusambandinu, ef viðunandi samningar nást, getur lagt grundvöll að varanlegri endurreisn Íslands, m.a. í peningamálum og varðandi orðspor og umsvif íslendinga á alþjóðavettvangi. Þessi vegferð mun væntanlega hefjast fyrir alvöru á vormánuðum, ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemst að jákvæðri niðurstöðu um aðildarviðræður. Ef það verður ekki sé ég a.m.k. fyrir mér grýttari og lengri leið upp úr þeirri holu sem Ísland er komið í. Óháð niðurstöðu í Evrópumálum tel ég samt sem áður að sá bráðavandi sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir þoli enga bið og úrlausn hans geti alls ekki beðið eftir umræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ég óttast að ráðamenn geri sér ekki grein fyrir því að við erum hársbreidd frá því að missa stóran hluta íslensks atvinnulífs í gjaldþrot. Keðjuverkandi vanskil og peningaþurrð eru alls staðar sjáanleg. Ef það ástand fær að grafa um sig á næstu vikum verða því miður ekki 10.000 Íslendingar án atvinnu, heldur miklu fleiri. Nýir bankar munu heldur ekki verða mikils virði ef viðskiptavinir (skuldarar) þeirra verða gjaldþrota að stórum hluta. Skilvirkasta ráðið til að afstýra þessu hruni í íslensku atvinnulífi og samfélagi, sem gæti orðið enn alvarlegra en það sem við höfum þegar séð, er að lækka vexti strax um meira en 10 prósent og gera ráðstafanir til að auka peningamagn í umferð. Rangar áherslur í vaxtamálum hafa þegar aukið meira en nóg við margþættan vanda hér og öllum má vera ljóst að íslenskt vaxtastig gerir ekkert í dag til að styðja við gengi krónunnar og kyndir undir verðbólgunni frekar en hitt. Stjórnmálaforystan verður að setja endurreisn efnahagslífsins í algeran forgang. Hættan er að ráðherrar séu of uppteknir við embættisleg viðfangsefni eins og rekstur stofnana og áhyggjur af niðurskurði, frekar en að huga jafnframt að efnahagslífinu í heild. Þar þarf að skapa þann jarðveg að fólk sem á fé, og það er enn víða að finna, fjárfesti í uppbyggingu og tækifærum. Einungis þannig vinnum við okkur út úr vandanum og með þeirri hefðbundnu aðferð að finna leiðir til að gera hlutina betur en áður, með ódýrari og skilvirkari hætti. Nýtt hugarfar er nauðsynlegt. Rétt eins og sjálfshjálparnámskeiðin kenna, þá verða neikvæðni og úrtölur seint veganesti til uppbyggingar, það á jafnt við um heil þjóðfélög eins og fyrir einstaklinga. Að sjálfsögðu verður aðdragandi falls bankanna skoðaður gaumgæfilega og gjörningar í kringum það, en þar verðum við að treysta faglegum aðilum sem fara með ábyrgð og vald í þeim efnum. Íslendingar hafa slæma reynslu af því að þjóðfélagið missi sig í móðursýki sem krefst þess að fólk sé „tekið af lífi“ á grundvelli slúðurs, upphrópana og ýkjusagna, en án dóms og laga. Nægir að nefna Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið í því sambandi. Stóru hneykslin í þeim málum þegar upp er staðið, er hve margir báru margt á saklausa, með hræðilegum og óbætanlegum afleiðingum. Í nýlegri bók um Hafskipsmálið vitna fjölmiðlamenn um hvernig þeir voru misnotaðir með skipulögðum leka frá ýmsum, sem gátu þannig stýrt því að hverjum hasarinn beindist hverju sinni. Margir þeirra sem hæst létu þá eru enn á ferðinni í fjölmiðlum og stjórnmálum og virðast sumir lítið hafa lært. Fjölmiðlar rannsaka sjaldnast hvernig upphrópanir voru tilkomnar sem reyndust innistæðulausar og missa áhugann á „hneyksli“ sem gufar upp. Enginn virðist nokkru sinni þurfa að bera neina ábyrgð á ósönnum ásökunum. Sumir lýðskrumaranna nú hafa meira að segja gengið svo langt að vara ákveðna einstaklinga við að láta sjá sig á götum úti! Er þá ekki farið að styttast í kröfu um að slíkt fólk sé látið bera sérstök merki til aðgreiningar? Ég trúi því ekki að það sé stór hópur sem vill í alvöru missa Ísland inn á þessar brautir. Hvernig getur lögreglan leyft sér að taka grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu sprelli? Ég vil þrátt fyrir allt vera bjartsýnn á að þær hörmungar sem nú ganga yfir okkur geti tekið fljótt af, það kennir reynslan ef rétt er á málum haldið. Við þurfum strax að hefjast handa. Ég vil óska öllum gleðilegs árs og friðar.
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira