Erlent

Ekki stoppa til að hjálpa

Óli Tynes skrifar
Ekki stoppa.
Ekki stoppa.

Ef þú ert á ferð í Suður- eða Austur-Evrópu og kemur að bíl sem virðist bilaður og ökumaðurinn veifar eftir aðstoð skaltu ekki undir nokkrum kringumstæðum stoppa. Líkurnar eru meiri en minni á að þú verðir rændur.

Þetta er meðal ráðlegginga sem norskir sérfræðingar gefa ferðamönnum í norska blaðinu Aftenposten, nú þegar sumarleyfi fara í hönd.

Þeir segja að þessir kónar séu gjarnan með vélarhlífarnar opnar og veifi vatnsflösku eða einhverju slíku. Semsagt ekki stoppa.

Sérfræðingarnir tala ekkert sérlega vel um umferðina í Noregi og Danmörku þar sem allir liggi á vinstri akrein.

Í Þýskalandi og Ítalíu hinsvegar kunna menn að nota vegakerfið. Þar keyri allir á hægri akrein, nema aðeins þegar þeir þurfa að fara framúr.

Kannast einhver á Íslandi við bílstjóra sem alltaf liggja á vinstri akrein ? Hljómar dálítið kunnuglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×