Everton mætir Standard Liege Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. ágúst 2008 13:09 Leikmenn og stuðningsmenn Everton fagna marki. Nordic Photos / Getty Images Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppninnar en meðal annars drógst Everton gegn Standard Liege frá Belgíu sem gerði Liverpool erfitt fyrir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Everton verður á heimavelli í fyrstu viðureigninni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth mæta Vitoria SC frá Portúgal, Manchester City mætir Omonia frá Kýpur og Aston Villa mætir Litex Lovech frá Búlgaríu. Tottenham mætir Wisla Krakow frá Póllandi en síðarnefnda liðið var slegið úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu af Barcelona. Aston Villa vann samanlagðan 5-2 sigur á FH í annarri umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar en liðin gerðu 1-1 jafntefli í síðari viðureign liðanna á Villa Park í gærkvöldi. AC Milan mætir FC Zürcih í fyrstu umferð keppninnar og þá mætir Sevilla liði Red Bull Salzburg frá Austurríki. Íslendingaliðið Brann mætir Deportivo La Coruna frá Spáni en með Brann leika þeir Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Ármann Smári Björnsson, Gylfi Einarsson og Birkir Már Sævarsson. Stefán Gíslason og félagar í Bröndby mæta Rosenborg frá Noregi. Hollenska úrvalsdeildarliðið FC Twente, sem Bjarni Þór Viðarsson leikur með, mætir Rennes frá Frakklandi. Fyrri viðureignirnar fara fram þann 18. september og þær síðari þann 2. október. Þau 40 lið sem komast áfram úr fyrstu umferðinni komast í riðlakeppnina. Drátturinn: AC Milan - FC Zürich Politehnica Timisoara - Partizan Belgrade Hertha Berlin - St Patricks Banik Ostrava - Spartak Moscow Metalist Kharkiv - Besiktas Portsmouth - Vitoria SC Kayserispor - PSG Sevilla - SV Red Bull Salzburg Wolfsburg - Rapid Búkarest Sampdoria - FBK Kaunas Maritimo - Valencia Dinamo Zagreb - Sparta Prague Manchester City - Omonia Nicosia Young Boys - Club Brügge AS Nancy - Motherwell Everton - Standard Liege Napoli - Benfica AC Bellinzona - Galatasaray NEC - Dinamo Bucuresti Racing Santander - FC Honka APOEL Nicosia - Schalke 04 Litex Lovech - Aston Villa FK Austria Magna - Lech Poznan Vitoria Setubal - Heerenveen SK Brann - Deportivo La Coruna Slavia Prague - Vaslui Slaven Koprivnica - CSKA Moscow Bröndby - Rosenborg Cherno More - VfB Stuttgart Rennes - FC Twente Ajax - Borac Tottenham - Wisla Krakow FC Kaupmannahöfn - FC Moskva MSK Zilina - Levski Sofia Borussia Dortmund - Udinese Braga - Artmedia Petrzalka Feyenoord - Kalmar FF Hamburger SV - Unirea Urziceni Hapoel Tel-Aviv - Saint Etienne FC Nordsjælland - Olympiakos Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppninnar en meðal annars drógst Everton gegn Standard Liege frá Belgíu sem gerði Liverpool erfitt fyrir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Everton verður á heimavelli í fyrstu viðureigninni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth mæta Vitoria SC frá Portúgal, Manchester City mætir Omonia frá Kýpur og Aston Villa mætir Litex Lovech frá Búlgaríu. Tottenham mætir Wisla Krakow frá Póllandi en síðarnefnda liðið var slegið úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu af Barcelona. Aston Villa vann samanlagðan 5-2 sigur á FH í annarri umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar en liðin gerðu 1-1 jafntefli í síðari viðureign liðanna á Villa Park í gærkvöldi. AC Milan mætir FC Zürcih í fyrstu umferð keppninnar og þá mætir Sevilla liði Red Bull Salzburg frá Austurríki. Íslendingaliðið Brann mætir Deportivo La Coruna frá Spáni en með Brann leika þeir Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Ármann Smári Björnsson, Gylfi Einarsson og Birkir Már Sævarsson. Stefán Gíslason og félagar í Bröndby mæta Rosenborg frá Noregi. Hollenska úrvalsdeildarliðið FC Twente, sem Bjarni Þór Viðarsson leikur með, mætir Rennes frá Frakklandi. Fyrri viðureignirnar fara fram þann 18. september og þær síðari þann 2. október. Þau 40 lið sem komast áfram úr fyrstu umferðinni komast í riðlakeppnina. Drátturinn: AC Milan - FC Zürich Politehnica Timisoara - Partizan Belgrade Hertha Berlin - St Patricks Banik Ostrava - Spartak Moscow Metalist Kharkiv - Besiktas Portsmouth - Vitoria SC Kayserispor - PSG Sevilla - SV Red Bull Salzburg Wolfsburg - Rapid Búkarest Sampdoria - FBK Kaunas Maritimo - Valencia Dinamo Zagreb - Sparta Prague Manchester City - Omonia Nicosia Young Boys - Club Brügge AS Nancy - Motherwell Everton - Standard Liege Napoli - Benfica AC Bellinzona - Galatasaray NEC - Dinamo Bucuresti Racing Santander - FC Honka APOEL Nicosia - Schalke 04 Litex Lovech - Aston Villa FK Austria Magna - Lech Poznan Vitoria Setubal - Heerenveen SK Brann - Deportivo La Coruna Slavia Prague - Vaslui Slaven Koprivnica - CSKA Moscow Bröndby - Rosenborg Cherno More - VfB Stuttgart Rennes - FC Twente Ajax - Borac Tottenham - Wisla Krakow FC Kaupmannahöfn - FC Moskva MSK Zilina - Levski Sofia Borussia Dortmund - Udinese Braga - Artmedia Petrzalka Feyenoord - Kalmar FF Hamburger SV - Unirea Urziceni Hapoel Tel-Aviv - Saint Etienne FC Nordsjælland - Olympiakos
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira