Viðskipti innlent

Talsverð lækkun á evrópskum mörkuðum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi á markaði í Svíþjóð hafa lækkað um 2,12 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun. Aðrir eignir íslenskra félaga hafa sömuleiðis lækkað, svo sem gengi bréfa í Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í. Það hefur lækkað um 0,5 prósent. Þetta er í takt við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.

Fall var á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð vegna uggs í röðum fjárfesta um frekari afskrifta úr bókum þeirra vegna vanskila á undirmálslánum og lausafjárþurrðar. Dow Jones-vísitalan féll um 2,08 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,6 prósent.

Það sem af er dags hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 1,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 0,9 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,5 prósent.

Sömu sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 1,1 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 1,32 prósent og hlutabréfavísitalan í Helsinki í Finnlandi um 0,8 prósent.

Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar lítillega í morgun, eða um 0,12 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×