Erlent

Afganar taka við öryggisgæslu í Kabúl

Óli Tynes skrifar
Frá Kabúl.
Frá Kabúl.

Afganskar öryggissveitir tóku í dag við öryggisgæslu í Kabúl af alþjóða herliðinu sem hefur gætt þess undanfarin misseri.

Þótt þessu sé ætlað að undirstrika vaxandi styrk afganska hersins er fyrst og fremst litið á þetta sem táknrænt skref.

Hersveitir NATO eru ekkert á förum úr höfuðborginni á næstunni. Það er þó rétt að afganski herinn er að eflast.

Hann hefur nú á að skipa 57 þúsund hermönnum og þeim mun fjölga upp í 120 þúsund á næstu árum.

Þessu til viðbótar eru um 82 þúsund afganskir lögreglumenn.

Þótt Talibönum hafi einnig vaxið ásmegin á þessu ári, hafa verið gerðar færri árásir í Kabúl en á sama tímabili á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×