Form og fólk í svarthvítu 29. júlí 2008 06:00 Form í framandi landi Ljósmynd eftir Klæng Gunnarsson. Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira