Viðskipti innlent

Viðsnúningur frá í morgun

Úr álverinu á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað talsvert þrjá daga í röð.
Úr álverinu á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað talsvert þrjá daga í röð.

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 4,61 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hefur hækkað um 4,15 prósent það sem af er dags. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn sem gengi bréfa í félaginu tekur stökkið. Þá hefur Exista hækkað um tæp 1,7 prósent.

Icelandair, Landsbankinn og gengi bréfa í Bakkavör hækkað um tæpt prósentustig.

Við upphaf viðskiptadagsins í morgun var gengi bréfa í Landsbankanum það eina sem hafði hækkað en flestra lækkað.

Gengi bréfa í Spron hefur fallið um rétt rúm tvö prósent á sama tíma, í Eimskipafélaginu og Straumi um rúmt prósent en Marel og í Alfesca um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan helst hins vegar svotil óbreytt frá í gær. Hún hefur hækkað um 0,01 prósent og stendur í 4.244 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×