Viðskipti innlent

Olíuleitarfélagið eitt á uppleið

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Mynd/Valli

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,85 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir um hálftíma. Gengi annarra fyrirtækja hefur lækkað lítillega á sama tíma.

Þannig hefur gengi bréfa í Icelandair lækkað um 0,51 prósent í dag eftir háflug í síðustu viku, Glitnir lækkað um 0,32 prósent og bréf Kaupþings um 0,14 prósent.

Viðskipti hafa ekki verið með bréf annarra félaga í dag að undanskildum bréfum í Atorku, Existu og Landsbankanum. Gengi þeirra hefur hins vegar ekkert hreyfst.

Úrvalsvísitalan hefur samkvæmt þessu lækkað um 0,08 prósent það sem af er dags og stendur hún í 4.277 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×