Viðskipti innlent

Krónan og úrvalsvísitalan lækka

Gengisvísitalan fór aftur upp fyrir 160 stig í dag.
Gengisvísitalan fór aftur upp fyrir 160 stig í dag. Fréttablaðið/GVA

Íslenska gengisvísitalan hækkaði í dag og er nú aftur komin yfir 160 stig. Stendur hún nú í 160,4 stigum.

Evran kostar nú 125,4 krónur, dollarinn 79,5 krónur, breska pundið 158,3 krónur og danska krónan 16, 8 krónur.

Úrvalsvísitalan lækkaði líkt og krónan. Hún lækkaði um 1,4 prósent og stendur nú í 4114 stigum.

Exista lækkaði um 3,6 prósent, Century Aluminium um 2,6 prósent og Færeyja banki um 2 prósent.

Icelandair hækkaði um 1,21 prósent, Atlantic Petroleum um 1 prósent og Teymi um 0,7 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×