Hlutabréf hækka í Evrópu 9. september 2008 09:45 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira