Hlutabréf hækka í Evrópu 9. september 2008 09:45 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira