Bíó og sjónvarp

Draugabanar snúa aftur

Um tuttugu ár eru liðin síðan síðasta Ghostbusters-myndin kom út við miklar vinsældir.
Um tuttugu ár eru liðin síðan síðasta Ghostbusters-myndin kom út við miklar vinsældir.
Fyrirtækið Columbia Pictures hefur í hyggju að framleiða Ghostbusters 3, þriðju myndina um draugabanana skrautlegu. Tæp tuttugu ár eru liðin síðan önnur myndin kom út með þeim Bill Murray, Harold Ramis, Dan Aykroyd og Ernie Hudson í aðalhlutverkum. Talið er að þeir muni allir snúa aftur í nýju myndinni.

Handritshöfundar verða Lee Eisenberg og Gene Stupnitsky, sem skrifuðu handritið og framleiddu bandarísku útgáfuna af þáttunum The Office. Athygli vekur að þeir Ramis og Aykroyd, sem skrifuðu handritið að fyrstu tveimur myndunum, voru ekki ráðnir í það starf í þetta sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×