Viðskipti innlent

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Janus Pedersen, forstjóri Færeyjabanka.
Janus Pedersen, forstjóri Færeyjabanka.
Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,59 prósent í dag en í Straumi um 0,35 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins í Kauphöllinni í dag sem var að mestu í rauðum lit lækkunar líkt og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Mest lækkaði gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, eða um 6,15 prósent, á sama tíma og gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 5,95 prósent eftir mikla uppsveiflu í gær. Þá féll gengi bréfa í Spron um 4,48 prósent í Eimskipafélaginu um 2,48 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,46 prósent og stendur vísitalan í 4.167 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×