Viðskipti erlent

Olíuverðið dragbítur rekstrarfélaga

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri Air France-KLM.
Jean-Cyril Spinetta, forstjóri Air France-KLM. Mynd/AFP

Hátt olíuverð er helsta ástæða þess að gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Rekstrarfélög, svo sem bílaframleiðendur og flugfélög, hafa lækkað nokkuð enda vegur olíuverðið þungt í efnahagsreikningi þeirra.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,65 prósent í morgun. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,67 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 1,28 prósent. Þá er sömuleiðis nokkur lækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum. OMX-40 vísitalan hefur lækkað um 0,45 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í OMX-kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 1,76 prósent. Á sama tíma hefur gengið hækkað í Helsinki í Finnlandi. Úrvalsvísitalan stendur næsta óbreytt frá í gær.

Af einstökum félögum í Evrópum má nefna að bréf í flugfélaginu Air France-KLM hefur fallið um 5,2 prósent og í þýska flugfélaginu Lufthansa um 4,3 prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×