Viðskipti innlent

Gott skrið á House of Fraser

Ein verslana House of Fraser.
Ein verslana House of Fraser.

Sala jókst um 2,9 prósent hjá bresku versluninni House of Fraser á fyrri helmingi ársins. Fréttaveitan Thomson Financial segir rekstrarhagnað verslunarinnar (EBITDA) hafa aukist um rúm þrjátíu prósent síðastliðna tólf mánuði og skili hún góðum hagnaði eftir kaup Baugs og fleiri á henni fyrir tæpum tveimur árum.

Baugur, ásamt hópi fjárfesta, tók verslunina yfir í nóvember fyrir tæpum tveimur árum og greiddi jafnvirði 77 milljarða íslenskra króna á þávirði.

Að kaupunum komu einnig Don McCarthy sem jafnframt er stjórnarformaður félagsins, FL Group, Tom Hunter, eigandi að West Coast Capital og einn ríkasti maður Skotlands, Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen, Halifax Bank of Scotland og fleiri.

Samkvæmt miðlinum hefur House of Fraser hrist upp í skuldastöðunni fyrir 110 milljónir punda frá því Baugur keypti verslunina auk þess sem fjárfest hafi verið fyrir 150 milljónir punda í endurskipulagningu verslana og vörumerkjum á tímabilinu.

Jafnframt er haft eftir Don McCarthy að John King, forstjóri verslunarinnar, og stjórnendateymi hans, hafi skilað frábærum árangri við erfiðar aðstæður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×