Erlent

Leitin að Titanic var aðeins yfirskin

Óli Tynes skrifar
Stefni Titanic á hafsbotni.
Stefni Titanic á hafsbotni.

Haffræðingurinn Bob Ballard hefur viðurkennt að leit hans að flakinu af Titanic hafi verið yfirskin. Tilgangurinn með leiðangri hans hafi verið að finna flökin af tveimur bandarískum kjarnorkukafbátum sem fórust í kalda stríðinu á sjötta áratugnum.

Yfir 200 manns fórust með bátunum og grunur var um að Rússar hefðu sökkt að minnsta kosti öðrum þeirra. Bandaríski flotinn borgaði fyrir leiðangurinn. Kafbátarnir voru Thresher og Scorpion.

Við leitina notaði Ballard fjarstýrðan kafbát sem hann hafði hannað. Hann fann flök beggja kafbátanna en varð litlu nær um hversvegna þeir fórust. Gríðarlegur þrýstingurinn í hafdýpinu hafði lagt Thresher saman og hann hafði sprungið í þúsund hluta.

Scorpion var álíka illa farinn. „Það var eins og þeir hefðu farið í gegnum pappírstætara," segir Ballard.

Í staðinn fyrir að finna kafbátana fékk Ballard að hafa leitarskipið áfram í tólf daga til þess að finna flakið af Titanic. Um þann fund var tilkynnt árið 1985.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×