Viðskipti erlent

Royal Bank of Scotland selur undan ABN Amro

Fyrir utan eitt af útibúum ABN Amro.
Fyrir utan eitt af útibúum ABN Amro. Mynd/AFP

Royal Bank of Scotlandi er að skoða sölu á starfseiningu hollenska bankans ABN Amro í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

Royal Bank of Scotland keypti ABN Amro í fyrra ásamt bönkunum Fortis og Santander og var reiknað með því að einingar yrðu seldar undan bankanum.

Breska ríkisútvarpið bendir sömuleiðis á að salan sé afleiðing lausafjárþurrðarinnar og erfiðra aðstæðna á fjármálamarkaði.

Royal Bank of Scotland gaf út nýtt hlutafé í bankanum í síðasta mánuði vegna kaupanna í fyrra fyrir 12 milljarða punda, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Þetta er langumsvifamesta hlutafjárútboð í Bretlandi. Þá seldi bankinn sömuleiðis eignaleigufyrirtæki sitt fyrir 3,6 milljarða punda.

Heildarkaupverð ABN Amro nam 71 milljarði evra, jafnvirði 8.507 milljarða króna miðað við gengi evru og krónu nú.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×