Viðskipti innlent

FL Group hækkaði mest í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.

Gengi hlutabréfa í FL Group hækkaði um 1,23 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið tilheyriri hópi skráðra fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni en það verður tekið af listanum á morgun.

Þá hækkaði Alfesca um 1,19 prósent í dag en félagið skilaði ágætu uppgjöri í gær fyrir síðasta ársfjórðung.

Gengi hlutabréfa í Icelandair, Glitni, Kaupþingi, Atlantic Petroleum og Landsbankanum hækkaði um tæpt prósent á sama tíma.

Gengi bréfa í Existu lækkaði hins vegar mest á sama tíma, eða um 1,98 prósent. Gengi Hampiðjunnar, SPRON, Eimskipafélagsins, Össurar og Straums lækkaði sömuleiðis um rúmt prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Eik banka, Teymi, Century Aluminum, Marel og Atorku um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hélst svo til óbreytt frá í gær. Hún lækkaði um 0,05 prósent á milli daga og stendur í sléttum 4.900 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×