Jólabasar listaspíra 5. desember 2008 06:00 Markaður Kling og Bang er opinn á morgun í gamla Samhjálparhúsinu við Hverfisgötu. Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöruhönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum. Margir af hönnuðunum bjóða upp á vöru sem ekki hefur verið til sölu áður. Þeirra á meðal er Áróra sem sýnir margrómaða kraga, í nýjum og eldri útsetningum, Eygló sýnir fatnað, m.a. útfærslur af jólakjól sem er til sýnis á jólakjólasýningu í Listasafni ASÍ, Helicopter sýnir aukahluti, klúta og fleira. Hidden goods býður upp á sínar undurfögru töskur, einnig í nýjum útsetningum sem ekki hafa sést áður. Hildur Yeoman selur jólakortin sín og útsaumaðar tískuteikningar. Einnig er hún með heklaðar púðluhundatöskur í nýjum litum, klúta og fatnað á góðu verði. María Kristín býður upp á yndisfagra skartgripi sem ekki hafa sést áður, hnýtta á ýmsa vegu. Svo nokkrir hönnuða séu nefndir sem verða með vörur sínar á basarnum. Kling og Bang gallerí býður upp á myndlistarverk eftir ýmsa listamenn; „verð á floti, fjárfesting til framtíðar" lofa þeir Klingarar. Einnig mun Útúrdúr, myndlistar- og bókaverslun, selja vörur og bókverk frá ýmsum íslenskum listamönnum. Tónlist er ekki undanskilin á jólabasar Kling og bang. Hljómsveitir á vegum Kimi records munu spila og selja plötur sínar. Þar á meðal eru Mr. Silla and Mongoose, Rósa Birgitta úr Sometime og jazzstrákarnir munu flytja okkur jólalög í djassútsetningum. Þau hyggja á útgáfu jólaplötu fyrir jólin. Jón Svavar Jósepsson mun einnig spila jólaslagara á nikkuna sína. Kling og Bang café verður með smákökur, gluhwein, kaffi og kakó á boðstólum. Eru allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag, sýna samstöðu og styrkja miðbæinn og íslenska framleiðslu fyrir jólin. - pbb Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöruhönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum. Margir af hönnuðunum bjóða upp á vöru sem ekki hefur verið til sölu áður. Þeirra á meðal er Áróra sem sýnir margrómaða kraga, í nýjum og eldri útsetningum, Eygló sýnir fatnað, m.a. útfærslur af jólakjól sem er til sýnis á jólakjólasýningu í Listasafni ASÍ, Helicopter sýnir aukahluti, klúta og fleira. Hidden goods býður upp á sínar undurfögru töskur, einnig í nýjum útsetningum sem ekki hafa sést áður. Hildur Yeoman selur jólakortin sín og útsaumaðar tískuteikningar. Einnig er hún með heklaðar púðluhundatöskur í nýjum litum, klúta og fatnað á góðu verði. María Kristín býður upp á yndisfagra skartgripi sem ekki hafa sést áður, hnýtta á ýmsa vegu. Svo nokkrir hönnuða séu nefndir sem verða með vörur sínar á basarnum. Kling og Bang gallerí býður upp á myndlistarverk eftir ýmsa listamenn; „verð á floti, fjárfesting til framtíðar" lofa þeir Klingarar. Einnig mun Útúrdúr, myndlistar- og bókaverslun, selja vörur og bókverk frá ýmsum íslenskum listamönnum. Tónlist er ekki undanskilin á jólabasar Kling og bang. Hljómsveitir á vegum Kimi records munu spila og selja plötur sínar. Þar á meðal eru Mr. Silla and Mongoose, Rósa Birgitta úr Sometime og jazzstrákarnir munu flytja okkur jólalög í djassútsetningum. Þau hyggja á útgáfu jólaplötu fyrir jólin. Jón Svavar Jósepsson mun einnig spila jólaslagara á nikkuna sína. Kling og Bang café verður með smákökur, gluhwein, kaffi og kakó á boðstólum. Eru allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag, sýna samstöðu og styrkja miðbæinn og íslenska framleiðslu fyrir jólin. - pbb
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira