Viðskipti innlent

Álið toppar daginn

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 7,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdu Glitnir, sem hækkaði um 1,96 prósent og Landsbankinn, sem fór upp um 1,75 prósent.

Gengi bréfa í Straumi, Marel, Færeyjabanka, Össuri og Kaupþingi hækkaði um tæpt prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í HB Granda um 4,76 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 1,12 prósent, Spron um 0,88 prósent og Exista um 0,42 prósent.

Úrvalsvísitalan tók kipp seinni hluta dags, hækkaði um 0,72 prósent, og endaði í 4.326 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×