Viðskipti innlent

Gengi Bakkavarar aldrei lægra

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkvör féll um 6,41 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréfin enduðu í 3,65 krónum á hlut og hafa aldrei verið lægri. Til viðmiðunar fóru þau lægst í 4,5 krónur á hlut eftir skráningu fyrir átta árum.

Þá féll gengi bréfa í Century Aluminum um 5,06 prósent í dag, í Færeyjabanka um 2,51 auk þess sem gengi bréfa í Össuri lækkaði um 1,93 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um 1,5 prósent, í Marel Food Systems um 1,12 prósent og Icelandair Group um 0,9 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,28 prósent og endaði í 656 stigum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×