Viðskipti innlent

Marel og Bakkavör hækka í byrjun dags

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem skilaði góðu uppgjöri í gær, hækkaði talsvert í Kauphöllinni í byrjun dags, eða um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,88 prósent á fyrsta stundarfjórðungi dagsins eftir tólf prósenta fall í gær. Níu viðskipti standa á bak við hækkun Marels en ein á bak við Bakkavör. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,27 prósent og stendur í 646 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×