Viðskipti erlent

Enn einn skellurinn í Bandaríkjunum

Miðlari á Wall Street þurrkar tárin.
Miðlari á Wall Street þurrkar tárin. Mynd/AP
Enn einn skellurinn var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar telja björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku, hvergi duga til að koma fjármálakerfinu aftur á réttan kjöl. Þá hefur mikið fall á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum smitað frá sér vestur um haf. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,76 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum og Nasdaq-vísitalan um 2,72 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan fallið um 4,98 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um fimm prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi fallið um 5,5 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×