Viðskipti innlent

Baugur vill enn kaupa Saks

Jón Ásgeir Jóhannson, starfandi stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannson, starfandi stjórnarformaður Baugs.

„Við erum enn að skoða fyrirtækið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group, um áhuga á yfirtöku á bandarísku munúðarvöruversluninni Saks. Baugur á 8,5 prósenta hlut í Saks og hefur verið orðað við yfirtöku á versluninni síðan í október í fyrra. Ekki er reiknað með að neitt gerist fyrir jólin, að sögn stjórnarformannnsins.

Jón Ásgeir segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag að Baugur búi yfir miklu fjármagni fari það í yfirtökuferli. Það hafi skilað sér í sölu eigna upp á síðkastið.









Úr einni af verslunum Saks í Bandaríkjunum.

„Saks er sterkt vörumerki. Ég held að fyrirtækið geti komið sér í hæsta flokk sem frábært fyrirtæki," segir Jón Ásgeir. Hann tæpir sömuleiðis á því að Baugur hafi endurskipulagt rekstur sinn fyrir nokkru, hafi náð inn fjármagni með sölu á hlutum sínum í fjölmiðla- og tæknifyrirtækjum og sé því tilbúið til frekari umsvifa í smásölurekstri.

„Við höfum komið auga á nokkur tækifæri á markaðnum en ætlum að standa á hliðarlínunni þar til eftir jólin og sjá hvernig málin þróast," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×