Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland kauphallarinnar: V-laga efnahagshorfur 31. desember 2008 00:01 Þórður Friðjónsson Hvernig verður árið 2009 – og næstu árin þar á eftir? Hvernig mun okkur takast að greiða úr þeirri fjármálaflækju sem lamar efnahags- og þjóðlífið um þessar mundir? Verður hagsveiflan „V-laga“, eins og við eigum að venjast, eða verður hún L-laga, þ. e. djúp og í kjölfarið stöðnun um árabil? Er að vonum að við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi við þær harðskafalegu aðstæður sem ríkja um þessi áramót. Þegar horft er til efnahagsmála fer varla á milli mála að flestir Íslendingar munu minnast ársins 2008 með hryllingi í huga. Þetta ár markaði upphafið á bankakreppu sem á sér engin fordæmi meðal þróaðra þjóða. Í árslok blasir við ein dýpsta kreppa sem landsmenn hafa upplifað. Spáð er að landsframleiðslan dragist saman um 10 prósent eða svo á næstu tveimur árum, langmest á árinu sem í hönd fer. Svo mikill samdráttur hefur ekki hrjáð þjóðarbúskapinn frá síldarkreppunni á árunum 1967-1969. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8 prósent og þjóðartekjur um 12 prósent. Eins og nafnið bendir til var ástæðan hrun síldarstofnsins en reyndar féll einnig verðlag á sjávarafurðum stórlega. Eins og gefur að skilja var kreppan fyrir 40 árum erfið. Til marks um það myndaðist mikið atvinnuleysi, fólk flýði land og margir áttu um sárt að binda. Það hjálpaði á þessum tíma að ástæður hremminganna voru augljósar. Náttúruöflin voru þar að verki og ytri aðstæður. Nú er hins vegar sökin að hluta okkar sjálfra, þótt vissulega leiki alþjóðleg fjármálakreppa þar líka stórt hlutverk. Þetta hefur leitt til þjóðfélagslegra átaka sem reyna mikið á þjóðina. „Pappírskreppa“En kreppan fyrir fjórum áratugum var ekki langvinn; okkur tókst að vinna okkur út úr henni á skömmum tíma. Skilyrðin til að ná bata við núverandi aðstæður eru ekki lakari en þá. Raunhagkerfið er sterkt þótt peningakerfið sé í molum og traustið til landsins lítið. Einn vina minna sagði nýlega: „Þetta er pappírskreppa“. Þá var hann ekki að gera lítið úr þrengingunum heldur benda á að nú væri vandinn annar. Rætur fyrri samdráttarskeiða hafa ávallt legið í lækkun útflutningstekna og/eða rýrnun viðskiptakjara. Nú er þetta pappír og aftur pappír, excel skjöl með talnaröðum, sem þarf að greiða úr. Afkastageta þjóðarbúsins er lítið skert – og verðmætasköpunin er það sem mestu máli skiptir. Verkefnið er vissulega stórt en með skynsemi og yfirvegun eigum við að geta komið okkur á réttan kjöl fyrr en varir. Lítum nánar á tölur og staðreyndir. Þegar landsframleiðslan verður minnst samkvæmt spám verður hún engu að síður meiri en hún var 2005 – og var það talið gott ár, satt að segja það besta í sögu lýðveldisins fram að þeim tíma. Við má bæta að meðalhagvöxtur fyrir fimmtán ára tímabilið 1996-2010 verður 3,1 prósent (áætlun IMF fyrir 2009 og 2010). Þetta er töluvert meiri meðalvöxtur en í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu á sama tíma. Af þessu má sjá að við erum með góðan efnivið í höndunum en það er að sjálfsögðu undir okkur komið hvernig við vinnum úr honum. Nú kann einhver að spyrja hvort þetta sé ekki bara leikur að tölum og rifja upp söguna af manninum sem var með annan fótinn í sjóðandi heitu vatni og hinn í ísköldu vatni. Að meðaltali hafði hann það gott, eins og sagt er, að meðaltali var vatnið þægilega heitt, rétt eins og í heitum potti í Laugardalnum, en samt var maðurinn illa haldinn. En hvers vegna í ósköpunum var hann að koma sér í þessar aðstæður? Og hvers vegna í ósköpunum að gerði hann ekkert í málunum fyrst svona var komið? Markaðsbúskapur og EvrópusambandiðHvað getum við gert við þessar hallærislegu aðstæður sem efnahagsmálin eru komin í? Við þurfum að endurvinna traust og endurskipuleggja hagkerfið. Ég er þeirrar skoðunar að þrennt skipti mestu máli: 1) Markaðsbúskap þarf að koma á að nýju og sú umbreyting þarf að gerast hratt. Ég tel að við eigum að setja okkur það markmið að hafa lokið þessari umbreytingu fyrir árslok 2010. Í því felst að selja verður sem fyrst nýju ríkisfyrirtækin og koma þeim og „eigendalausum“ fyrirtækjum sem fyrst í hendurnar á framtíðareigendum. Þetta ræður miklu um framleiðni þjóðarbúsins og á henni velta lífskjörin þegar allt kemur til alls. 2) Umgjörð og regluverk um atvinnu- og viðskiptalífið þarf að endurbæta í ljósi þeirra mistaka sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Í því sambandi er brýnt að taka mið af því sem aðrar þjóðir gera vegna fjármálakreppunnar í heiminum og jafnframt gæta að sérkennum Íslands. 3) Evrópusambandið og í kjölfarið upptaka evru felur að mínu viti í sér hagfelldari framtíðarskipan peninga- og gengismála en aðrir kostir. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er áhættusöm og endurreisn krónunnar er trauðla raunhæfur kostur eftir allt sem á hefur dunið. Ég tel því að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvort við náum samningum sem byggja meðal annars á að við ráðum áfram auðlindum okkar. Það gefur augaleið að það eru mörg önnur úrlausnarefni, ekki síst sem varða félagsmál, skiptingu þjóðartekna og fleira. Í ljósi þess hversu djúp kreppan verður sem við blasir verður vandasamt að finna sanngjarnar og skynsamlegar lausnir á þeim vettvangi. En breiðu línurnar í endurreisn efnahagslífsins hljóta að mínu viti að hvíla á framangreindum þremur atriðum. Árangurinn fer eftir því hvernig okkur tekst til – þar veldur hver á heldur. Á þessum forsendum tel ég að við getum tryggt V-laga hagsveiflu sem felur í sér að efnahagslífið verði búið að ná sér á strik í lok árs 2010. Næstu árin þar á eftir ætti hagvöxtur að geta verið ríflega vöxturinn í Bandaríkjunum og Evrópu eins og hingað til. Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hvernig verður árið 2009 – og næstu árin þar á eftir? Hvernig mun okkur takast að greiða úr þeirri fjármálaflækju sem lamar efnahags- og þjóðlífið um þessar mundir? Verður hagsveiflan „V-laga“, eins og við eigum að venjast, eða verður hún L-laga, þ. e. djúp og í kjölfarið stöðnun um árabil? Er að vonum að við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi við þær harðskafalegu aðstæður sem ríkja um þessi áramót. Þegar horft er til efnahagsmála fer varla á milli mála að flestir Íslendingar munu minnast ársins 2008 með hryllingi í huga. Þetta ár markaði upphafið á bankakreppu sem á sér engin fordæmi meðal þróaðra þjóða. Í árslok blasir við ein dýpsta kreppa sem landsmenn hafa upplifað. Spáð er að landsframleiðslan dragist saman um 10 prósent eða svo á næstu tveimur árum, langmest á árinu sem í hönd fer. Svo mikill samdráttur hefur ekki hrjáð þjóðarbúskapinn frá síldarkreppunni á árunum 1967-1969. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8 prósent og þjóðartekjur um 12 prósent. Eins og nafnið bendir til var ástæðan hrun síldarstofnsins en reyndar féll einnig verðlag á sjávarafurðum stórlega. Eins og gefur að skilja var kreppan fyrir 40 árum erfið. Til marks um það myndaðist mikið atvinnuleysi, fólk flýði land og margir áttu um sárt að binda. Það hjálpaði á þessum tíma að ástæður hremminganna voru augljósar. Náttúruöflin voru þar að verki og ytri aðstæður. Nú er hins vegar sökin að hluta okkar sjálfra, þótt vissulega leiki alþjóðleg fjármálakreppa þar líka stórt hlutverk. Þetta hefur leitt til þjóðfélagslegra átaka sem reyna mikið á þjóðina. „Pappírskreppa“En kreppan fyrir fjórum áratugum var ekki langvinn; okkur tókst að vinna okkur út úr henni á skömmum tíma. Skilyrðin til að ná bata við núverandi aðstæður eru ekki lakari en þá. Raunhagkerfið er sterkt þótt peningakerfið sé í molum og traustið til landsins lítið. Einn vina minna sagði nýlega: „Þetta er pappírskreppa“. Þá var hann ekki að gera lítið úr þrengingunum heldur benda á að nú væri vandinn annar. Rætur fyrri samdráttarskeiða hafa ávallt legið í lækkun útflutningstekna og/eða rýrnun viðskiptakjara. Nú er þetta pappír og aftur pappír, excel skjöl með talnaröðum, sem þarf að greiða úr. Afkastageta þjóðarbúsins er lítið skert – og verðmætasköpunin er það sem mestu máli skiptir. Verkefnið er vissulega stórt en með skynsemi og yfirvegun eigum við að geta komið okkur á réttan kjöl fyrr en varir. Lítum nánar á tölur og staðreyndir. Þegar landsframleiðslan verður minnst samkvæmt spám verður hún engu að síður meiri en hún var 2005 – og var það talið gott ár, satt að segja það besta í sögu lýðveldisins fram að þeim tíma. Við má bæta að meðalhagvöxtur fyrir fimmtán ára tímabilið 1996-2010 verður 3,1 prósent (áætlun IMF fyrir 2009 og 2010). Þetta er töluvert meiri meðalvöxtur en í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu á sama tíma. Af þessu má sjá að við erum með góðan efnivið í höndunum en það er að sjálfsögðu undir okkur komið hvernig við vinnum úr honum. Nú kann einhver að spyrja hvort þetta sé ekki bara leikur að tölum og rifja upp söguna af manninum sem var með annan fótinn í sjóðandi heitu vatni og hinn í ísköldu vatni. Að meðaltali hafði hann það gott, eins og sagt er, að meðaltali var vatnið þægilega heitt, rétt eins og í heitum potti í Laugardalnum, en samt var maðurinn illa haldinn. En hvers vegna í ósköpunum var hann að koma sér í þessar aðstæður? Og hvers vegna í ósköpunum að gerði hann ekkert í málunum fyrst svona var komið? Markaðsbúskapur og EvrópusambandiðHvað getum við gert við þessar hallærislegu aðstæður sem efnahagsmálin eru komin í? Við þurfum að endurvinna traust og endurskipuleggja hagkerfið. Ég er þeirrar skoðunar að þrennt skipti mestu máli: 1) Markaðsbúskap þarf að koma á að nýju og sú umbreyting þarf að gerast hratt. Ég tel að við eigum að setja okkur það markmið að hafa lokið þessari umbreytingu fyrir árslok 2010. Í því felst að selja verður sem fyrst nýju ríkisfyrirtækin og koma þeim og „eigendalausum“ fyrirtækjum sem fyrst í hendurnar á framtíðareigendum. Þetta ræður miklu um framleiðni þjóðarbúsins og á henni velta lífskjörin þegar allt kemur til alls. 2) Umgjörð og regluverk um atvinnu- og viðskiptalífið þarf að endurbæta í ljósi þeirra mistaka sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Í því sambandi er brýnt að taka mið af því sem aðrar þjóðir gera vegna fjármálakreppunnar í heiminum og jafnframt gæta að sérkennum Íslands. 3) Evrópusambandið og í kjölfarið upptaka evru felur að mínu viti í sér hagfelldari framtíðarskipan peninga- og gengismála en aðrir kostir. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er áhættusöm og endurreisn krónunnar er trauðla raunhæfur kostur eftir allt sem á hefur dunið. Ég tel því að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvort við náum samningum sem byggja meðal annars á að við ráðum áfram auðlindum okkar. Það gefur augaleið að það eru mörg önnur úrlausnarefni, ekki síst sem varða félagsmál, skiptingu þjóðartekna og fleira. Í ljósi þess hversu djúp kreppan verður sem við blasir verður vandasamt að finna sanngjarnar og skynsamlegar lausnir á þeim vettvangi. En breiðu línurnar í endurreisn efnahagslífsins hljóta að mínu viti að hvíla á framangreindum þremur atriðum. Árangurinn fer eftir því hvernig okkur tekst til – þar veldur hver á heldur. Á þessum forsendum tel ég að við getum tryggt V-laga hagsveiflu sem felur í sér að efnahagslífið verði búið að ná sér á strik í lok árs 2010. Næstu árin þar á eftir ætti hagvöxtur að geta verið ríflega vöxturinn í Bandaríkjunum og Evrópu eins og hingað til.
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira