Viðskipti innlent

Össur hækkaði mest í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Bakkavör um 4,55 prósent, Færeyjabanka um 4,12 prósent og í Eimskipafélaginu um 0,74 prósent. Fimmtíu og tvö viðskipti voru á hlutabréfamarkaði í dag upp á 22,6 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,67 prósent og endaði í 654 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×