Viðskipti erlent

Vísitölur enduðu beggja vegna núllsins

Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna enduðu beggja vegna núllsins í dag og batt þar með enda á fjögurra daga samfellt lækkunarferli á þarlendum fjármálamörkuðum.

Gengi hlutabréfa lækkaði verulega í gær eftir birtingu fregna um að hugsanlega hafi atvinnuleysi aukist mikið auk þess sem vísbendingar komu fram um breytt neyslumynstur. Benti það til að neytendur væru tregir en áður til að taka upp veskið nema fyrir vörur í ódýrari kantinum og hugsi sig almennt tvisvar um.

Þar sem bandarískt hagkerfi er mjög neysluknúið getur slík þróun, nái hún fram að ganga, dregið mjög úr hagvexti í Bandaríkjunum.

Þróun mála á bandarískum hlutabréfamarkaði smitaði svo út frá sér á evrópska og asíska hlutabréfamarkaði í dag.

Dagurinn byrjaði engu að síður vel því atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, sem er umfram væntingar. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í kjölfarið en jafnaði sig þegar á leið.

Associated Press-fréttastofan bendir á að fjárfestar hafi séð tækifæri í lækkunarferli síðustu daga og fest kaup á hlutabréfum banka, fjármála- og neytendafyrirtækja sem hafi verið í lækkað mikið undanfarið. Það skýri þróunina í dag.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,29 prósent á sama tíma og Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,14.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×