Fótbolti

Jóhannes líklega áfram í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Þór Harðarson.
Jóhannes Þór Harðarson.

Allar líkur eru á því að Jóhannes Þór Harðarson, leikmaður Start, verði áfram í Noregi en hann á í viðræðum við C-deildarliðið Floy.

Hann var í láni hjá félaginu í sumar en hefur verið á mála hjá Start undanfarin ár. Samningur hans við félagið rennur út í lok mánaðarins.

„Ég byrja að æfa með liðinu í næstu viku og svo sjáum við til hvað gerist. Við munum samt örugglega ræða saman," sagði Jóhannes í samtali við norska fjölmiðla.

Þessa dagana er Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, til reynslu hjá félaginu og segir Jóhannes að hann yrði góður kostur fyrir félagið.

„Hann er líkur Veigari Páli Gunnarssyni (Hjá Stabæk) en er hættulegri en hann fyrir framan markið. Veigar er hins vegar kannski betri í að leggja upp mörk."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×