Viðskipti innlent

Færeyingar féllu mest

Arner Jacobsen, forstjóri Eik, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, við upphaf viðskipta með bréf í Eik banka.
Arner Jacobsen, forstjóri Eik, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, við upphaf viðskipta með bréf í Eik banka.

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka féll um tæp sjö prósent í dag en það er mesta lækkun dagsins í Kauphöllinni. Færeyjabanki fylgdi löndum sínum eftir en gengi bréfa í bankanum féll um 2,76 prósent. Eina íslenska félagið sé féll um rúm tvö prósent var Exista en gengisfall þess í dag nemur 2,62 prósentum. Gengi bréfa í félaginu endaði í 6,69 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra.

Nær öll önnur félög lækkuðu um allt að rúmt prósent í dag fyrir utan Century Aluminum og Bakkavör.

Gengi bréfa í Century Aluminum hækkaði um 3,72 prósent en í Bakkavör um 1,21 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,81 prósent og stendur í 4.217 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í júlí árið 2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×