Bíó og sjónvarp

The Godfather númer eitt

Hin sígilda mafíumynd The Godfather er í efsta sæti á lista Kvikmyndastofnunar Bandaríkjanna yfir bestu glæpamyndirnar.
Hin sígilda mafíumynd The Godfather er í efsta sæti á lista Kvikmyndastofnunar Bandaríkjanna yfir bestu glæpamyndirnar.

Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum.

Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia.

Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo.

„Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana."

Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×