Viktori boðið í Formúlu 2 17. nóvember 2008 09:02 Viktor Þór undirbýr sig fyrir keppni, en Guðrún Þórarinsdóttir móðir hans fylgist sposk með. mynd: kappakstur.is Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Sá heitir Jonathan Palmer og er eigandi margra stærstu kappakstursbrauta Bretlands. Viktor keppti í Formúlu Palmer Audi mótaröðinni sem Palmer stýrði og keppti þar 2005 og 2006 og vann marga sigra. Viktor skipti síðan yfir í Formúlu 3 í ár, en gekk ekki vel hjá nýju liði og ákvað að draga sig í hlé og bíða betra tækifæris. Hann er nú að skoða þátttölku í Formúlu 2 mótaröðinni sem verður undir merkjum FIA og mun keppa á sömu brautum og heimsmeistaramót í fólksbílakappakstri fara fram (World Touring Car Champinoship). Williams liðið hannar bílanna í Formúlu 2 mótaröðina, en Audi mun útvega 4-500 hestafla vélar Bílarnir verða bæði sneggri og hraðskreiðari en Formúlu 3 bílar, en aflminni en GP 2 bílar sem eru næstu bílar fyrir neðan Formúlu 1 hvað afl varðar. Formúlu 2 mótin fara fram víðsvegar í Evrópu og bauð Palmer Viktori sæti, en segir að mu færri muni komast að en vilja í þessa mótaröð, sem kostar minna að taka þátt í en Formúla 3. Viktor þarf þó að leita kostenda til að þiggja sætið og faðir hans vinnur nú í þeim málum Í Bretlandi, en þeir feðgar hafa einnig leitað hófanna á Íslandi, enda ekur Viktor með íslenskt keppnisskírteini. Faðir hans er kanadískur en móðirinn íslensk. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Sá heitir Jonathan Palmer og er eigandi margra stærstu kappakstursbrauta Bretlands. Viktor keppti í Formúlu Palmer Audi mótaröðinni sem Palmer stýrði og keppti þar 2005 og 2006 og vann marga sigra. Viktor skipti síðan yfir í Formúlu 3 í ár, en gekk ekki vel hjá nýju liði og ákvað að draga sig í hlé og bíða betra tækifæris. Hann er nú að skoða þátttölku í Formúlu 2 mótaröðinni sem verður undir merkjum FIA og mun keppa á sömu brautum og heimsmeistaramót í fólksbílakappakstri fara fram (World Touring Car Champinoship). Williams liðið hannar bílanna í Formúlu 2 mótaröðina, en Audi mun útvega 4-500 hestafla vélar Bílarnir verða bæði sneggri og hraðskreiðari en Formúlu 3 bílar, en aflminni en GP 2 bílar sem eru næstu bílar fyrir neðan Formúlu 1 hvað afl varðar. Formúlu 2 mótin fara fram víðsvegar í Evrópu og bauð Palmer Viktori sæti, en segir að mu færri muni komast að en vilja í þessa mótaröð, sem kostar minna að taka þátt í en Formúla 3. Viktor þarf þó að leita kostenda til að þiggja sætið og faðir hans vinnur nú í þeim málum Í Bretlandi, en þeir feðgar hafa einnig leitað hófanna á Íslandi, enda ekur Viktor með íslenskt keppnisskírteini. Faðir hans er kanadískur en móðirinn íslensk.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira