Viðskipti innlent

Gengi krónu tekur stökkið

Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.

Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið en styrkingin nemur rúmum þremur prósentum.

Þegar mest lét stóð gengisvísitala krónunnar í 148,7 stigum. Bandaríkjadalur fór í 74,4 krónur, breskt pund í 145 krónur og ein evra í 115,4 krónur.

Samningarnir veita Seðlabankanum aðgang að 1,5 milljörðum evra, jafnvirði 175 milljarða íslenskra króna. Samningurinn eykur verulega verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé en stefnt er að því að auka hann á næstunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×