Viðskipti erlent

Mikil verðbólga í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, og Gordon Brown, forsætisráðherra.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, og Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP

Verðbólga mældist 3,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar. Hún hefur ekki verið meiri í áratug.

Til samanburðar nam verðbólgan 3,3 prósent í maí. Þetta er næstum helmingi meiri verðbólga en markmið Englandsbanka kveður á um, að sögn vefútgáfu breska dagblaðsins Times sem telst til að verðbólga hafi ekki verið meiri síðan í janúar árið 1997.

Mikil verðhækkun á matvælum og eldsneyti skýra verðbólguþróunina líkt og í fleiri löndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×