Blæs nýju lífi í glæsivillu 7. febrúar 2008 05:30 Hús Ingunnar Wernersdóttur hefur verið kallað ýmsum nöfnun í gegnum tíðina. Esjuberg er þekktasta heiti þess en fyrsti eigandinn nefndi það Villa Frida eftir eiginkonu sinni. Vísir/GVA Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“ Hús og heimili Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Sjá meira
Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“
Hús og heimili Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Sjá meira