Blæs nýju lífi í glæsivillu 7. febrúar 2008 05:30 Hús Ingunnar Wernersdóttur hefur verið kallað ýmsum nöfnun í gegnum tíðina. Esjuberg er þekktasta heiti þess en fyrsti eigandinn nefndi það Villa Frida eftir eiginkonu sinni. Vísir/GVA Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“ Hús og heimili Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“
Hús og heimili Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira