Fornar hellamyndir í bráðri hættu 4. janúar 2008 00:01 Gömul myndlist Hellamyndirnar í Lascaux eru í hættu. Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður-Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðingum að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inngangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun myndanna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áðurnefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leitað ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga. Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður-Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðingum að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inngangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun myndanna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áðurnefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leitað ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga.
Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira