Erlent

Brjóstauppreisn breiðist út

Dönsku konurnar skunda í sund.
Dönsku konurnar skunda í sund.

Brjóstauppreisn sænskra kvenna er nú að breiðast út til Danmerkur og Noregs. Uppreisnin hófst í Svíþjóð þar sem nokkrar sænskar konur klöguðu til jafnréttisráðs yfir því að fá ekki að fara berar að ofan í almenningssundlaugar, eins og karlmenn. Ráðið úrskurðaði þeim í óhag.

Engu að síður halda konur áfram að skjóta upp brjóstunum í sundlaugum Svíþjóðar. Og núna Danmerkur og Noregs. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar nokkrar danskar konur buðu fjölmiðlum að fylgjast með þegar þær mættu berar að ofan í sund. Þar sem þetta var Danmörk, amaðist enginn við þeim.

Astrid Vagn Hansen segir við Berlingske Tidende; "Við gerum þetta af því að það er of mikið klám orðið í konubrjóstum. Við viljum sjálfar ráða því hvenær brjóst okkar tengjast kynlífi og hvenær þau eru aðeins hluti af líkamanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×