Sport

Hvað tekur við hjá Hatton og Mayweather?

NordicPhotos/GettyImages

Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt sem leið þegar hann rotaði Ricky Hatton í Las Vegas og styrkti stöðu sína sem einn besti hnefaleikari heimsins. En hvað ætli taki nú við hjá þeim félögum í framhaldinu?

Ricky Hatton segist ekki ætla að hætta þrátt fyrir áfallið í nótt þegar hann tapaði sínum fyrsta bardaga eftir 43 sigra í röð. "Ég var laminn í gólfið í kvöld en ég er ekki hættur," sagði Englendingurinn.

Framtíð Bandaríkjamannsins Mayweather er þó ekki jafn ljós og hann lét í veðri vaka að hann væri búinn að sanna sig með sigrinum í gær.

"Ég hef gert allt sem ég get gert í þessari íþrótt og ég vil hætta að boxa sjálfur í stað þess að láta boxið ganga frá mér. Ég hef náð þeim árangri sem mig langar að ná og nú langar mig að gerast mótshaldari," sagði Mayweather sem hefur unnið alla 39 bardaga sína á ferlinum og hefur orðið heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×