Sport

Upphitun fyrir bardaga ársins hefst annað kvöld

Ricky Hatton fer til Bandaríkjanna í dag þar sem hann mun æfa fram að bardaganum við Mayweather
Ricky Hatton fer til Bandaríkjanna í dag þar sem hann mun æfa fram að bardaganum við Mayweather NordicPhotos/GettyImages

Nú styttist óðum í bardaga ársins í hnefaleikunum þegar þeir Ricky Hatton og Floyd Mayweather eigast við í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 8. desember nk. Hvorugur þeirra hefur tapað bardaga á ferlinum.

Gríðarlegt fjölmiðlafár er í kring um bardagann og annað kvöld hefur sjónvarpsstöðin Sýn sýningar á þáttaröðinni 24/7. Í þessum þáttum, sem sýndir verða vikulega fram að bardaganum, er þeim Hatton og Mayweather fylgt eftir í hvert fótmál í aðdraganda bardagans.

Þátturinn verður með sama sniði og svipaður þáttur sem gerður var í kring um bardaga Mayweather og Oscar de la Hoya á sínum tíma, en hann var líka sýndur á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun.

Fylgst er með hnefaleikurunum á æfingum, í heimilislífinu og skemmtanalífinu og inn á milli eru góð viðtöl við þá um daginn og veginn sem og bardagann sjálfan.

Bardagi Hatton og Mayweather verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn í næsta mánuði, en fram að því er upplagt fyrir áhugamenn um hnefaleika að fylgjast með þáttunum 24/7. Fyrsti þátturinn er á dagskrá klukkan 21:20 annað kvöld.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×