Viðskipti innlent

Tæp þriðjungslækkun í vikunni

Wilhelm Peterson, forstjóri Atlantic Petroleum, en gengi bréfa í félaginu hefur fallið um þrjátíu prósent síðan í byrjun vikunnar.
Wilhelm Peterson, forstjóri Atlantic Petroleum, en gengi bréfa í félaginu hefur fallið um þrjátíu prósent síðan í byrjun vikunnar.

Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum hélt áfram að lækka í dag eftir breytt verðmat á félaginu í byrjun vikunnar en nú fór það niður um níu prósent. Gengið fór hæst í 2.433 stig á mánudag en stendur nú í 1.692 stigum sem jafngildir því að gengið hefur fallið um tæp 30 prósent á þremur dögum.

Gengi Kaupþings lækkaði næstminnst í dag, eða um rúm 2,5 prósent. Gengi annarra fjármálafyrirtækja fylgdi fast á eftir að FL Group undanskildu en gengi bréfa þess hækkaði í dag um 0,68 prósent. FL Group var jafnframt eitt þriggja félaga í Kauphöllinni sem hækkaði, Marel þó mest, eða um rúmt prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,45 prósent í enda viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 7.220 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×